top of page
IMG_0202.jpg_Hlynur Sveinsson.jpg

Um félagið

Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, sem í fyrstu hét Starfsmannafélag Neskaupstaðar, er elsta starfandi starfsmannafélag á Austurlandi. Félagið var stofnað þegar nokkrir bæjarstarfsmenn komu saman á bæjarskrifstofunni í Neskaupstað 1.nóvember 1963. Höfðu þeir þá rætt um að ástæða væri til að stofna félag sem hefði með höndum mál þeirra á ýmsum sviðum.  Kjaramálin voru að sjálfssögðu mjög ofarlega á blaði hjá félaginu í upphafi og svo hefur verið síðan.  Á fyrsta ári félagsins voru félagsmenn 22.  Félagið sótti um aðild að BSRB og var inntaka félagsins samþykkt þann 20. nóvember 1968. Það var síðan árið 1976 sem félagið eignaðist sumarbústað í landi Skuggahlíðar í Norðfjarðarsveit, árið 1992 var keypt íbúð í Reykjavík og árið 2003 eignaðist félagið orlofshús í Kjarnaskógi innan Akureyrar. 
Nú hafa tvær fyrrnefndu eignirnar verið seldar og á félagið íbúð í Lækjarsmára í Kópavogi og bústaðinn í Kjarnaskógi. 
Nánari upplýsingar um þær má finna á síðunni um orlofsmál. Árið 1998 var nafni félagsins breytt úr Starfsmannafélag Neskaupstaðar í Starfsmannafélag Fjarðabyggðar.

 

Stjórn

Kosið 2018
Björgúlfur Halldórsson   formaður
Jóna Katrín Aradóttir     gjaldkeri
Þorgerður Malmquist     ritari
Jónína Sigurðardóttir     meðstjórnandi
Þórdís Sigurðardóttir     meðstjórnandi
Sigurjón Kristinsson      meðstjórnandi

Nefndir

Orlofsnefnd
Birna Rósa Gestsdóttir

Jóna Katrín Aradóttir
Þórdís Sigurðardóttir
Þorgerður Malmquist

 

Skoðunarmenn reikninga  

 

Endurkjörið frá 2018   
Magús Jóhannsson    
Berglind Þorbergsdóttir    
Rakel Gestsdóttir     til vara

 

Unnur Hálfdánardóttir  til vara


Starfskjaranefnd    
Sigurborg Hákonardóttir
Jóna Katrín Aradóttir

 

Fulltrúar í stjórn starfsmenntunarsjóðs  
kosið 2019

Kristinn Ívarsson    
Jónína Sigurðardóttir    
Sigurborg Hákonardóttir

Sigurjón Egilsson varamaður

Áslaug Lárusdóttir varamaður


Aðalfundur BSRB    
Björgúlfur Halldórsson

Þorgerður Malmquist   

Símanúmer:
Orlofssími STAF 8939105 
Formaður Björgúlfur Halldórsson 8950166

20180710_160120.jpg

Lög Starfsmannafélags Fjarðabyggðar

Lög Starfsmannafélags Fjarðabyggðar


1. grein

Félagið heitir Starfsmannafélag Fjarðabyggðar.


2. grein

Félagið er hagsmunafélag allra starfsmanna í þjónustu Fjarðabyggðar, stofnana hennar og fyrirtækja sem eru tengd Fjarðabyggð og annarra opinberra starfsmanna eftir því sem við getur átt. Félagið vinnur að bættum launa- og ráðningarkjörum þeirra, jafnframt því sem það vill auka samhug og samstarf starfsmanna í öllum greinum.


3. grein

Rétt til aðildar eiga allir starfsmenn Fjarðabyggðar, stofnana hennar og aðrir sem um getur í 2. grein, hafi þeir gengt starfi í a.m.k. 3 mánuði og hafi a.m.k. þriðjung starfs, enda hafi þeir verið ráðnir til starfa eftir gildandi launasamþykkt félagsins eins og hún er á hverjum tíma.


4. grein

Gangi maður út þjónustu bæjarins eða þess fyrirtækis, sem hann hefur unnið við, missir hann þegar félagsréttindi. Verði sami maður aftur ráðinn til starfa hjá bæjarfélaginu eða sama fyrirtæki, getur hann fengið inngöngu í félagið þegar hann hefur tekið við starfi sínu og öðlast hann þá félagsréttindi á ný, en fyrir tímabilið sem hann var ekki félagi, falla niður réttindi til sjóða og annarra félagshagsmuna. Sé einhverjum félagsmanni sagt upp starfi af ástæðum sem hann telur óverulega eða engar, getur hann falið stjórn félagsins að gera tilraun til endurráðningar, enda sé stjórnin sammála um að taka upp slíkt mál.

Félagsmaður sem lætur af störfum fyrir aldurssakir eða af sjúkdómsástæðum og hefur unnið sér rétt til eftirlauna eða lífeyris, hefur öll hin sömu réttindi og skyldur gagnvart félaginu og áður, þó er hann undanþegin því að greiða félagsgjöld til félagsins.

Verði félagsmenn atvinnulausir skulu þeir halda félagsaðild og þeim réttindum, sem er á færi félagsins að veita á meðan þeir eru atvinnulausir og sannanlega ekki með félagsaðild að öðru stéttarfélagi. Atvinnulausir greiði félagsgjald, en heimilt er að fella það niður.


5. grein

Allir þeir sem ganga úr félaginu skulu senda skriflega úrsögn og tilgreina ástæður fyrir úrsögninni. Skal stjórn félagsins tilkynna úrsögnina á aðalfundi. Úrsögn öðlast gildi þegar stjórnin hefur veitt henni viðtöku og tekið ástæður gildar, enda sé úrsegjandi skuldlaus við félagið fyrir þá yfirstandandi ár. Úrsögn öðlast þó ekki gildi eftir að ákvörðun um verkfall hefur verið tekin og meðan á verkfalli stendur.

Stjórn félagsins getur hvenær sem er vikið félagsmanni úr félaginu ef hann gerist brotlegur gagnvart lögum félagsins eða samþykktum. Brottvikningin skal á sama hátt tilkynnt á aðlafundi enda á hinn brottvikni kröfurétt til þess að brottvikningarástæður stjórnarinnar verði bornar undir aðalfund til úrskurðar.

Þeir sem ganga úr félaginu eiga ekki tilkall til sameiginlegra sjóða, eða annarra eigna félagsins.


6. grein

Stjórn félagsins skal kosin á aðlafundi og skipuð þremur mönnum, formanni, ritara og gjaldkera. Ennfremur skulu kosnir þrír menn í varastjórn, sem hafa sömu skyldur og réttindi og aðalmenn í forföllum þeirra. Aðalfundur kýs tvo endurskoðendur reikninga og einn til vara.


7. grein

Formaður félagsins kallar saman félagsfundi og stjórnarfundi og stjórnar þeim, þó er honum heimilt að fela varaformanni fundarstjórn og að skipa fundarstjóra á félagsfundum. Í fjarveru formanns gegnir varaformaður öllum sömu störfum og formaður. Ritari heldur gerðabók og færir í hana ágrip af því sem á félagsfundum og stjórnarfundum gerist. Hann annast bréfaskriftir fyrir félagið ásamt formanni. Hann geymir skjöl þess og gögn. Gjaldkeri varðveitir sjóði félagsins og aðra fjármuni og skal allt handbært fé vera geymt í Sparisjóði Norðfjarðar. Hann innheimtir félagsgjöld og greiðir alla reikninga eftir að formaður hefur ávísað þeim. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða ársreikninga á aðalfundi.


8. grein

Stjórn félagsins skal boða til félagsfunda svo oft sem henni þurfa þykir. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok febrúarmánuðar ár hvert. 7 félagsmenn geta krafist þess að fundur verði haldinn og skulu þeir tilgreina fundarefni. Er stjórninni þá skylt að kalla saman fund innan 14 daga.


9. grein

Stjórninni er heimilt að leita skriflegrar atkvæðagreiðslu allra félagsmanna um þau mál sem þykja mikilsvarðandi fyrir félagið. Á undan slíkri atkvæðagreiðslu skal halda almennan félagsfund og málið skýrt fyrir félagsmönnum.


10. grein

Félagsfundi skal boða með minnst tveggja sólahringa fyrirvara. Jafnframt skal tilgreina aðalfundarefni í fundarboði. Allir félagsfundir eru lögmætir ef boðaðir hafa verið samkvæmt fyrirmælum þessarar greinar. Takist ekki að ljúka aðalfundarstörfum á einum fundi, skal boðað til framhaldsaðalfundar með sama hætti.


11. grein

Þessi eru sérstök verkefni aðalfundar:

1. Stjórn félagsins gefur skýrslu um starfsemi félagsins yfir síðastliðið ár.

2. Lagðir fram til úrskurðar endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir síðasta ár.

3. Tekin ákvörðun um tillögur til breytinga á lögum þessum enda hafði tillögur til breytinga borist stjórn félagsins fyrir janúarlok.
4. Tekin ákvörðun um félagsgjöld

5. Kosin stjórn samkvæmt 6. grein.

6. Kosnir endurskoðendur samkvæmt 6. grein

7. Kosnir tveir menn í starfskjaranefnd til tveggja ára og tveir til vara.

8. Kosnir fulltrúar á þing Bandalags starfssmanna ríkis og bæja.

9. Önnur mál, svo sem á almennum fundum.


12. grein

Fundum skal stjórnað eftir venjulegum fundarsköpum. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum mála nema við lagabreytingar þarf 3/5 greiddra atkvæða til þess að breyting sé löglega samþykkt.

 

13. grein

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Til þess að standa straum af kostnaði við starfsemi félagsins greiða félagsmenn gjald til þess samkvæmt ákvörðun aðalfundar og skal miðast við hundraðshlutfall fastra launa. Sé félagsgjaldið eigi greitt á réttum tíma hefur gjaldkeri rétt og skyldu til að taka það af kaupi félagsmanna á næsta útborgunardegi þar á eftir.


14. grein

Ef félagið leysist upp ber þáverandi stjórn félagsins skylda til að afhenda bæjarstjórn Fjarðabyggðar eignir þess og skjöl til varðveislu og endanlegrar ráðstöfunar, ef félagið verður ekki endurreist áður en 10 ár eru liðin frá því að stjórn þess skilaði af sér. Félagið telst leyst upp ef starfsemi þess liggur niðri í 5 ár.

bottom of page